Þetta er heimasíða Natans

BRANDARASÍÐA - BRANDARAR VALDIR AF MÉR.

*************

FÍLABRANDARAR

*************

Það stendur hérna í bókinni að árlega fari 6000 fílar til að búa til píanó. Er ekki alveg stórkostlegt hvað hægt er að þjálfa fíla til að gera!!?

*************

Hvað kallar þú fíl með vélbyssu? Yðar hátign.

*************

Hvað kallar þú fíl í kjól með bleik eyrnaskjól? Hvað sem þér sýnist, hann heyrir hvort sem er ekkert.

*************

Hvers vegna drekka fílar svona mikið? Til þess að gleyma.

*************

Hvað er það sem er gult,grátt, gult,grátt, gult,grátt, gult,grátt, gult,grátt, gult,grátt? Fíll sem rúllar niður brekku með fífil í munninum.

*************

Hvers vegna stendur fíllinn á sykurpúðanum? Svo hann detti ekki ofan í heitt kakóið.

*************

Hvers vegna er fíllinn stór, grár og krumpaður? Af því að ef hann væri lítill, glær og glansandi þá væri hann lýsispilla.

*************

Hvers vegna eru fætur á fílum svona í laginu? Til þess að þeir passi á vatnaliljublöðin.

*************

Hvers vegna er ekki óhætt að vera hjá liljutjörnunum milli 4-6 síðdegis? Þá eru fílarnir að hoppa á milli vatnaliljublaðanna.

*************

Hvers vegna eru froskar svona stuttir? Þeir voru í liljutjörnunum milli 4-6 síðdegis.

*************

Hvers vegna eru fílar með dökk sólgleraugu? Mundir ÞÚ vilja þekkjast ef svona aulabrandarar væru sagðir um þig?

*************

Hvernig skýtur þú bláan fíl? Nú, auðvitað með blárri fílabyssu!

*************

Hvernig skýtur þú hvítan fíl? Nú, auðvitað með hvítri fílabyssu.

*************

Hvernig skýtur þú gráan fíl? Segir honum hræðilegar draugasögur svo hann verður náhvítur og þá skýtur þú hann með hvítri fílabyssu.

*************

Hvar getur þú fundið fíla? Það fer eftir því hvar þú týndir þeim.

*************

Hvað er það sem er líkt bæði fíl og fugli? Fljúgandi fíll.

*************

Hvaða munur er á fíl og póstkassa? Nú, veistu það ekki, ég læt þig sko aldrei setja bréf í póst fyrir mig!

*************

Hvaða munur er á pappírsblaði og fíl? Þú getur búið til skutlu úr blaðinu.

*************

Hvað hefur tvo hala, tvo rana og fimm fætur? Fíll með varahlutum.

*************

Hvernig veistu að það er fíll undir rúminu þínu? Nefið á þér snertir loftið.

*************

Hvað er það sem er grátt og geislar? Rafmagnsfíll.

*************

Hvernig kemur þú fíl út úr símaklefa? Sömu leið og þú komst honum inn.

*************

Hvað kallar þú fíl sem ferðast í strætó? Farþega.

*************

Hvernig kemur þú fíl í gegnum landamæraeftirlit? Setur brauðsneið sitt hvoru megin við hann og kallar hann "nesti"

*************

Hvað gefur þú sjóveikum fíl? Mikil pláss.

*************

Hvað gerist þegar fíll stekkur út í sundlaug? Hann verður blautur. Af hverju hélstu eiginlega að fílar væru eitthvað öðruvísi en aðrir?

*************

TRJÁFÍLAR

*************

Hvernig færðu fíl upp í tré? Planta trjáfræi og fá fílinn til að standa á því dáldið lengi!

*************

Hvernig nærðu fíl niður úr tré? Fæ hann til að standa á laufblaði og bíð svo eftir haustinu.

*************

Hvers vegna eru krókódílar langir, þunnir og flatir? Þeir sitja undir trjánum á haustin.

*************

Út af hverju féll fyrsti fíllinn niður úr trénu? Af því hann var dauður.

*************

Út af hverju féll annar fíllinn niður úr trénu? Af því hann var límdur við fyrsta fílinn.

*************

Út af hverju féll þriðji fíllinn niður úr trénu? Hann hélt að þetta væri leikur.

*************

Út af hverju féll tréð um koll? Það hélt að það væri fíll.

*************

Hvers vegna er ekki ráðlegt að fara inn í frumskóginn milli 3 og 4 á næturnar? Þá eru fílarnir að stökkva niður úr trjánum.

*************

Hvers vegna eru frumskógardvergar svona samanreknir? Þeir fóru inn í frumskóginn milli 3 og 4 á næturnar.

*************

FÍLAR Í BÍLUM OG ELDSPÝTUSTOKKUM

*************

Hvernig kemur þú fíl inn í bíl? 1. opnar dyrnar, 2. treður fílnum inn, 3. lokar dyrunum.

*************

Hvernig kemur þú gíraffa inn í smábíl? Hann kemst ekki, fíllinn er þar fyrir.

*************

Hvernig kemur þú fjórum fílum inn í smábíl? Tveir fram í , tveir aftur í.

*************

Hvernig kemur þú fimm fílum inn í drossíu? Tveir fram í, tveir aftur í, einn í hanskahólfinu.

*************

Hvernig kemur þú fíl í eldspýtnastokk? Þú verður að byrja á því að taka út eldspýturnar.

*************

Hvernig kemur þú gíraffa í eldspýtnastokk? Með því að taka út fílinn.

*************

FÍLAR Í ÍSSKÁPUM

*************

Hvernig kemur þú fíl inn í ísskáp?

1. opnar bíldyrnar 2. tekur fílinn út 3. lokar bíldyrunum 4. opnar ískápinn 5. stingur fílnum inn 6. lokar ískápnum.

*************

Hvernig veistu að það er fíll í ísskápnum? Fótspor í smjörinu.

*************

Hvernig veistu að það eru tveir fílar í ísskápnum? Tvenn fótspor í smjörinu og svo heyrir þú hvíslið í þeim.

*************

Hvernig veistu að það eru þrír fílar í ísskápnum? Ekki hægt að loka ísskápsdyrunum.

*************

Hvernig veistu að það eru fjórir fílar í ísskápnum? Það er smábíll lagt fyrir utan húsið.

*************

Hvernig kemur þú átta fílum í ískápinn? Setja þá fyrst í tvo smábíla, fjóra í hvorn bíl. Nú, ísskápur sem rúmar tvo fíla, hlýtur að rúma tvo smábíla!

*************

Hvernig kemur þú Tarsan í ísskápinn? Opnar dyrnar, tekur báða bílana út, setur Tarsan inn, lokar dyrunum.

*************

Hvernig veistu að Tarsan er í ísskápnum? Þú heyrir Tarsan hrópa OYOYOYOIYOIYOOOOOO

*************

Hvernig kemur þú tveimur Tarsan í ísskápinn? Hvaða, hvaða -- það er bara til einn Tarsan!

*************

Hvers vegna eru svona margir fílar í frumskóginum? Ísskápurinn er ekki nógu stór fyrir þá alla.

*************

FATNAÐUR OG MÁLUN FÍLA

*************

Hvers vegna eru fílar með litlar grænar húfur? Til að sjást ekki þegar þeir læðast um á golfvöllum.

*************

Hvers vegna eru fílar í söndulum á ströndinni? Til að sökkva ekki í sandinn.

*************

Hvers vegna eru fílar í bláum íþróttaskóm? Hvítir skór skitna svo fljótt.

*************

Hvers vegna halda fílar sig í stórum hjörðum? Til þess að fá magnafslátt af bláum íþróttaskóm.

*************

Hvers vegna láta fílar sig fljóta á bakinu? Til að bleyta ekki íþróttaskóna sína.

*************

Hvað er það sem er klomp, klomp, klomp, skvamp, klomp, klomp, klomp, skvamp? Fíll í blautum íþróttaskóm.

*************

Hvers vegna mála fílar sig í ýmsum litum? Svo þeir geti falið sig í vaxlitakössum.

*************

Hvers vegna mála fílar neglurnar með grænu naglalakki? Til þess að fela sig í grænu baununum.

*************

Hvers vegna mála fílar neglurnar gular, grænar og appelsínugular? Til þess að fela sig í smartís sælgætisboxum.

*************

Hvers vegna mála fílar sólana gula? Til þess að fela sig á hvolfi í sinnepsdósum.

*************

Hefur þú nokkurn tímann séð fíl í sinnepsdós? Sko, þetta virkar.

*************

BLÁBER OG 1000 FÍLAR

*************

Hvaða munur er á fíl og bláberi? Bæði eru blá, nema fíllinn.

*************

Hvað sagði Tarsan þegar hann sá 1000 fíla koma niður hæðina? "Sjáðu, þarna koma 1000 fílar niður hæðina!"

*************

Hvað sagði Jane þegar hún sá 1000 fíla koma niður hæðina? "Sjáðu, þarna koma bláberin!" (Jane var litblind)

*************

Hvað sagði Tarsan þegar hann sá 1000 fíla með sólgleraugu koma niður hæðina? Ekkert, hann þekkti þá ekki.

*************

Hvað sagði Tarsan þegar hann sá 1000 gíraffa með sólgleraugu koma niður hæðina? Ha, ha, ég læt nú ekki gabba mig tvisvar með þessum grímubúningum!

*************

TIGRÍSDÝRIÐ ÓGURLEGA

*************

Svo var það tígrisdýrið ógurlega sem vaknaði einn morgunn í banastuði. Það var í svo miklu stuði að það króaði af lítinn apa og öskaði á hann:

"HVER ER VOLDUGASTUR AF ÖLLUM DÝRUM Í FRUMSKÓGINUM?" Skjálfandi og titrandi stundi aumingja,litli apinn: "Það ert auðvitað þú, enginn er voldugri en þú."

Litlu seinna mætti tígrisdýrið dádýri og öskraði ennþá hærra en áður: "HVER ER MÁTTUGASTUR OG STERKASTUR AF ÖLLUM DÝRUM Í FRUMSKÓGINUM?" Dádýrið skalf svo mikið að það gat varla talað en tókst þó að stama upp: "Ó, mikli tígur, þú ert langsamlega máttugastur allra í frumskóginum."

Tígrisdýrið færðist nú allt í aukana og þegar það kom að fíl sem beit gras og lauf í mestu spekt þá öskraði það af öllum lífs og sálar kröftum: "HVER ER MÁTTUGASTUR AF ÖLLUM DÝRUM Í FRUMSKÓGINUM?"

Nú, hvað haldið þið! Fíllinn krækti rananum um tígrisdýrið, henti því á loft og slengdi því niður; greip það aftur og hristi það og skók þar til tígrisdýrið var ekki orðið annað en hreyfðar gular og svartar klessur og þá kastaði fíllinn því af öllu afli upp í nálægt tré.

Tígrisdýrið brölti niður úr trénu, leit á fílinn og sagði: "Heyrðu, það er óþarfi að vera með SVONA STÆLA þó að þú vitir ekki rétta svarið."

Aðalsíðar Áhugaverðir slóðar Myndasíða Brandarar